Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrafélagið gefur 9 Ipad tæki

04.09.2013
Foreldrafélagið gefur 9 Ipad tækiHofsstaðaskóla barst höfðingleg gjöf í vikunni. Gjöfin, sem er 9 iPad tæki, er frá foreldrafélagi skólans og erum við afar þakklát fyrir hana. IPad tækin munu nýtast mjög vel í skólastarfinu sem námstæki. Þau gefa okkur möguleika á að þróa betur hvernig hægt er að nýta forritin og snertitæknina til að efla námsgleði nemenda. Skólinn á í dag 30 iPad tæki. Fimm af tækjunum eru staðsett hjá yngstu nemendum skólans í 1. bekk, 6 tæki eru nýtt í sérkennslu og 19 tæki verða nýtt á öllum stigum skólans. Þá verða tækin stundum nýtt öll í einu þar sem um er að ræða svokölluð 1 á 1 verkefni eða nemendur geta unnið í hópum með hvern IPad í tengslum við ákveðin verkefni. 
Foreldrafélagið hefur undanfarin ár staðið fyrir ýmsum viðburðum til að safna fé til tækjakaupa m.a. með frábæru bingói og laufabrauðssölu og hefur þegar gefið skólanum gagnvirka kennslutöflu.
Samstarf heimila og skóla er lykilatriði að farsælu skólastarfi. Foreldrafélag Hofsstaðaskóla er öflugur og sýnilegur bakhjarl skólans.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband