Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreyfimyndagerð í 5. bekk

04.09.2013
Hreyfimyndagerð í 5. bekk

Nemendur í 5. bekk munu í vetur sækja námskeið í hreyfimyndagerð. Námskeiðið verður kennt í hringekju og mun hver hópur fá 6 skipti eða samtals 9 kennslustundir til að kynnast hreyfimyndagerðinni og prófa sig áfram. Nemendur byrja á því að kynnast og prófa búnaðinn í tengslum við hreyfimyndagerðina. Forritið sem verður notað heitir Zu3D og vefmyndavélarnar heita Hue og eru skemmtilegar vefmyndavélar sem henta afar vel í hreyfimyndagerðinni. Þegar nemendur hafa aðeins kynnst tækninni byrja þeir á því að setja hugmynd niður á blað og búa til handrit út frá henni. Þá verður búin til einföld leikmynd og persónur og munir valdir í myndina. Ákveðið var að nota lítil leikföng s.s. Lego og Playmo karla, litla bíla og aðra muni í stað þess að leira vegna þess hversu fáir tímar eru til umráða. Að undirbúningsvinnu lokinni hefjast nemendur handa við að taka upp myndbandið. Þeir sjá alfarið um upptöku, klippingu, hljóðsetningu, texta o.s.frv. Dæmi um afrakstur námskeiðsins munu birtast á vefsíðu skólans undir verkum nemenda. 

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér forritið sem við erum að nota, skoða kennsluefni og myndir sem hafa verið gerðar með hugbúnaðinum þá er hægt að fara á vefsíðu Zu3D.
Við bendum á að hægt er að nota ýmis önnur forrit til hreyfimyndagerðar s.s. Monkey jamStop motion animation sem bæði eru ókeypis. Einnig er hægt að nota Movie maker og Imovie. Þá er hægt að nota venjulegar myndavélar og vefmyndavélar sem til erum á heimilinu.

Á myndasíðu 5. bekkja er hægt að nálgast myndir úr fyrsta tíma skólaársins í hreyfimyndagerð

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband