Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Landnámið og Leifur heppni

16.09.2013
Landnámið og Leifur heppni

Í haust hafa nemendur í 5. bekk verið að læra um Leif heppna og landnámið. Í tengslum við þá vinnu fóru nemendur ásamt kennurum í vettvangsferð á safnið 871±2 og skoðuðu Landnámssýninguna. Á sýningunni fræddust þeir um landnám í Reykjavík og skoðuðu skálarúst frá 10. öld, sem fannst við uppgröft í miðbænum. Einnig lærðu krakkarnir ýmislegt um leiki barna á þessum tíma og fengu að prófa að spá með völu. Má með sanni segja að ferðin hafi gefið nemendum betri hugmynd um lífið fyrr á öldum og auðgað verkefnið í skólanum.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu 5. EBG

Til baka
English
Hafðu samband