Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinnustofa í Danmörku

17.09.2013
Vinnustofa í DanmörkuSpjaldtölvuvinnustofa í Billund 28. – 31. ágúst2013

Í ágúst s.l. bauð Landsskrifstofa eTwinning tveimur kennurum frá Hofsstaðaskóla og Flataskóla í Garðabæ á vinnustofu til Danmerkur. Aðalmarkmiðið var að skoða hvernig hægt væri að vinna með spjaldtölvur, norrænar bókmenntir og sögur en einnig að koma á auknu samstarfi milli nemenda og kennara norrænu landanna. Þetta var í fjórða sinn sem svona vinnustofa var haldin á vegum eTwinningsamtakanna á Norðurlöndum. Viðfangsefnið var að stofna samskiptaverkefni sem vinna á í vetur og nota spjaldtölvur. Markhópurinn var nemendur á aldrinum 9 til 12 ára. Þátttakendur voru 30 kennarar sem komu frá öllum Norðurlöndunum nema Færeyjum og Grænlandi. Þeir áttu hver um sig að koma með þrjár bækur með sér sem hægt væri að nota í verkefninu. Einnig var lögð áhersla á að nemendur mundu nota eigið tungumál til samskipta eins og hægt væri, þannig að allir læsu bækurnar á móðurmáli sínu. Þetta var þriggja daga vinnustofa en einum degi var varið í skólaheimsókn og heimsókn í Lególand þar sem kennarar unnu vettvangsverkefni. Ester Jónsdóttir fór fyrir hönd Hofsstaðaskóla á þessa vinnustofu og með henni í för var Elín Ása Þorsteinsdóttir sem kennir 6. bekk í Flataskóla.

Til baka
English
Hafðu samband