Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hofsstaðaskólaleikar

17.10.2013
Hofsstaðaskólaleikar

Þriðjudaginn 22. og miðvikudaginn 23. október n.k. verður hefðbundið skólastarf leyst upp og haldnir Hofsstaðaskólaleikar. Markmið leikanna er að nemendur skólans vinni saman að fjölbreyttum verkefnum, allir fái að njóta sín með einhverjum hætti og efla kynni við aðra í skólanum í leiðinni.

Nemendum er skipt upp í 34 hópa. Hver hópur samanstendur af 13-14 nemendum og eru elstu nemendur skólans fyrirliðar. Hópurinn vinnur saman að því að leysa fjölbreytt verkefni sem reyna á ýmsa færniþætti.

Annan daginn leysa nemendur ýmis verkefni í íþróttahúsinu en hinn daginn í skólanum. Skóladegi lýkur báða dagana kl. 13:30 hjá öllum nemendum. Tómstundaheimilið Regnboginn hefst strax að loknum skóladegi fyrir þá sem þar eru skráðir.

Hægt er að sjá myndir frá sambærilegum leikum sem haldnir voru á síðasta skólaári á myndasíðu skólans 2012-2013

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband