Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tæknistelpa úr Hofsstaðaskóla

11.11.2013
Tæknistelpa úr Hofsstaðaskóla

Ólína Helga Sverrisdóttir sem var nemandi okkar í Hofsstaðaskóla, áður en hún hélt á vit ævintýranna í Bandaríkjunum, komst í 3ja stúlkna úrslit sem Tæknistelpa Evrópu 2013 - Digital Girl of the Year. Ólína Helga sigraði forritunarkeppni á vegum FBI þegar hún var 11 ára og hefur talað á kvennaráðstefnu í Salnum í Kópavogi á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hún steig sín fyrstu skref í forritun hjá Skema (www.skema.is) en hefur undanfarin tvö ár kennt bæði börnum og kennurum grunnatriði í forritun. Ólína Helga var aðstoðarkennari hjá Skema og aðstoðaði  við forritunarkennslu  í 5. bekk Hofsstaðaskóla skólaárið 2012-2013

Hægt er að skoða kynningarmyndband um Ólínu Helgu
Til baka
English
Hafðu samband