Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gestir frá japanska sendiráðinu

22.11.2013
Gestir frá japanska sendiráðinu

Miðvikudaginn 20. nóvember komu til okkar góðir gestir frá japanska sendiráðinu. Þetta voru þau Eri Yamashita og Bragi Ólafsson. Þau komu til að kynna sér nýsköpun og upplýsingatækni í skólanum. Þau kíktu inn í kennslustund hjá nemendum í 5. bekk þar sem verið var að fást við nýsköpun, forritun, hreyfimyndagerð og fleira skemmtilegt. Þau fengu einnig að skoða kennslueldhúsið, salinn okkar og tæknisvalirnar. Eri var hrifin af leiðarljósi skólans og verkinu sem prýðir anddyri skólans. Þrjár stúlkur úr 7. bekk fylgdu gestunum eftir og tóku myndir og myndskeið sem Arndís og Signý úr 7. bekk eru búnar að klippa í stutt fréttaskot um atburðinn. Fréttaskotið má nálgast af forsíðu vefsins undir flipanum Frá nemendum.

Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu skólans.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband