Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Laufabrauðsgerð í Hofsstaðaskóla

03.12.2013
Laufabrauðsgerð í Hofsstaðaskóla

Laugardaginn 7. desember kl. 11-14 verður sannkölluð jólastemning í sal skólans og falleg jólalög munu óma í salnum við laufabrauðsgerðina. Kaffi, djús og piparkökur verða á boðstólum. 

Börn koma í fylgd með fullorðnum og allir þurfa að muna eftir að koma með skurðabretti, hnífa og ílát undir steiktu laufabrauðin. Þeir sem eru ekki með laufabrauðshnífa geta t.d. notað fiskihnífa, steikarhnífa, vasahnífa eða jafnvel grillpinna. Svo lengi sem oddurinn er mjög þá virkar það vel.

Myndir með hugmyndum af mismunandi laufabrauðsskurði verða sýndar á skjávarpa í salnum.

Sjáumst í hátíðarskapi
Foreldrafélagið

 

Til baka
English
Hafðu samband