Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hvar er Stekkjarstaur?

05.12.2013
Hvar er Stekkjarstaur? Í byrjun aðventu nutu nemendur í 1. og 2. bekk þess að horfa á jólaleikritið „Hvar er Stekkjarstaur? „ eftir Pétur Eggerz. Leikritið fjallar um Höllu sem fer að athuga hvernig standi á því að jólsveinninn Stekkjarstaur hafi ekki skilað sér til byggða. Hún kemst að því að jólasveinunum er orðið svo illa við allan isinn og þysinn í mannaheimum að þeir hafa ákveðið að hætta að fara til byggða um jólin. Halla gerir allt sem hún getur til að fá þá til að skipta um skoðun og spurning hvor það hafi tekist hjá henni? Nemendur voru mjög prúðir og áhugasamir áhorfendur.

Sjá myndir frá sýningunni

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband