Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur í þrekraunum

09.01.2014
7. bekkur í þrekraunumNemendur í 7. bekk í Hofsstaðaskóla tóku þátt í norrænum þrekraunum á haustönn 2013. Um er að ræða keppni á milli 7. og 8. bekkja á Norðurlöndum. 
Nemendur tóku þátt átta líkamsæfingum sem voru: sipp, kviðæfingar, armbeygjur, pallaæfingar, hanga í rimlum, bakæfingar, hlaup og jafnvægi. 107 bekkir frá öllum Norðurlöndunum tók þátt. Veitt voru peningaverðlaun fyrir fyrstu sætin, auk þess sem nokkur aukaverðlaun voru dregin út meðal þeirra sem tóku þátt. 
7. ÖM datt í lukkupottinn þar sem þeirra bekkur var dreginn út og fengu þau rúmlega 40 þúsund krónur í peningaverðlaun. 
Börnin stóðu sig frábærlega og við munum eflaust taka þátt að ári. 

Sjá nánar um keppnina hér: http://nordicschoolsport.com/is/Default.aspx

Til baka
English
Hafðu samband