Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Loksins er komið að því-leikfangabasar Unicef

24.01.2014
Loksins er komið að því! 

Leikfangabasar UNICEF, sem um 160 börn í Hofsstaðaskóla gáfu 1200 leikföng í, í desember s.l. verður haldinn sem hér segir:
Sunnudaginn 26. janúar 2014 kl. 15:00 – 16.30, í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu, 101 Reykjavík.
Börnin sem gáfu leikföng í söfnunina, geta komið þangað með stimpluðu kortin sem staðfestu leikfangagjafir, framvísað þeim og fengið önnur leikföng í staðinn.
Við erum stolt af því að vera fyrsti skólinn á Íslandi til að taka þátt í þessu uppbyggilega verkefni með UNICEF. Markmið þess eru m.a. að gera börn meðvitaðri um endurnýtingu og verðmæti hluta, um samspil manns og náttúru og notkun manna á auðlindumykkur bestu þakkir fyrir þátttökuna og samvinnuna.

Arndís Harpa Einarsdóttir,
Námsráðgjafi Hofsstaðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband