Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

SAFT erindi um örugga netnotkun fyrir nemendur og foreldra

30.01.2014
SAFT erindi um örugga netnotkun fyrir nemendur og foreldra

Þriðjudagsmorgunn 28. janúar bauðst foreldrum og börnum í 4. bekk að sitja fyrirlestur Hafþórs Birgissonar, en hann hélt erindið á vegum SAFT -samfélag, fjölskylda og tækni og fjallar erindið í megindráttum um örugga netnotkun. Í vikunni á undan fjölluðu feðginin Selma Hermannsdóttir og Hermann Jónsson um einelti og kom Hafþór í beinu framhaldi inn á netnotkun barna og ungmenna. Fjallað var um internetið og hve mikla möguleika það býður uppá. Hve einstök upplýsingaveita netið er og þá um leið hversu öflugt tæki það er til samskipta. Hætturnar eru því miklar og virkilega mikilvægt að nemendur og foreldrar geri sér grein fyrir því og gæti þess sem skrifað er á samskiptasíðum. Einelti á sér því miður stað þar og þarf að sporna við því með fræðslu. Hafþór hafði mikið til brunns að bera og lagði m.a. mikla áherslu á að foreldrar eigi góð samskipti við börnin sín, setji sig inn í það umhverfi sem þau eru í á degi hverjum, nálgist þau þar og leiðbeini. Umræðan þarf að eiga sér stað inni á heimilunum, um það hvernig eigi að umgangast netið af öryggi og hvernig best sé að sýna þar góða hegðun.

Skólinn er virkilega ánægður með hve margir foreldrar sáu sér fært að mæta og hlýða á þessi erindi, en erindi Hafþórs Birgissonar 28. janúar sóttu 40 foreldrar með 57 nemendum, en það er rúmlega 70% þátttaka.

Við viljum benda þeim foreldrum sem ekki komust á erindið að lesa sér til um netöryggi barna okkar. Um leið er tilvalið að tiltaka hér 10 heilræði sem voru til umfjöllunar á erindinu en heilræðin og nánari útskýring á þeim má lesa nánar á eftirfarandi slóð, ásamt frekari fróðleik http://www.saft.is/

1. Uppgötvum netið með börnunum okkar
2. Gerið samkomulag við börnin um netnotkun
3. Hvetjum börnin til að vera gætin þegar þau veita persónulegar upplýsingar
4. Ræðum um þá áhættu sem fylgir því að hitta netvin
5. Kennum börnunum að skoða efnið á netinu með gagnrýnum hætti.
6. Barnið kann að rekast á netefni sem er ekki ætlað börnum
7. Komum upplýsingum um ólöglegt/skaðlegt efni til réttra aðila
8. Hvetjum til góðra netsiða
9. Kynnum okkur netmiðlanotkun barnanna okkar
10. Kennum börnunum að nota netið á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.

Myndir frá erindi Hafþórs má finna hér.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband