Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vefsíðugerð í 6. bekk

31.01.2014
Vefsíðugerð í 6. bekk

Samkvæmt nýrri aðalnámskrá grunnskóla þurfa nemendur að sýna víðtæka hæfni í notkun tækni og miðlunar við lok grunnskóla. Sett eru fram hæfniviðmið í fimm flokkum: í upplýsinga- og tæknimennt: 

  • Vinnulag og vinnubrögð
  • upplýsingaöflun og úrvinnsla, 
  • tækni og búnaður, 
  • sköpun og miðlun
  • siðferði og öryggismál.

Eitt af hæfniviðmiðum samkvæmt námskrá í flokknum tækni og búnaður er að nemendur geti nýtt hugbúnað/forrit við vefsmíðar. Nemendur í 6. bekk hafa verið mjög duglegir í vetur við vefsmíðarnar. Þeir eru að læra á Weebly sem er ein af mörgum þjónustum sem gera notendum kleift að setja saman og hýsa einfalda vefi. Weebly er óvenju notendavænt og öflugt verkfæri fyrir þá sem vilja koma í loftið vef með sem minnstri fyrirhöfn. Tólið byggir á því að velja viðeigandi einingar og draga þær á sinn stað í vefnum. Nemendur læra að stofna aðgang, setja upp vef, búa til síður, setja inn krækjur, myndir, myndbönd og kort. 

Þegar nemendur hafa öðlast þá hæfni að búa til eigin vef opnast nýr möguleiki til miðlunar á verkefnum. Gaman er að segja frá því að dæmi er um að nemendur hafi skilað bókmenntaverkefni inn sem vefsíðu. Hægt er að skoða vefsíður nemenda inn á heimasíðu Hofsstaðaskóla.

Vefsmíðin í 6. bekk er kennd í list- og verkgreinalotunni, en þá er nemendum skipt upp í hópa og kemur hver hópur í 5-6 kennslustundir. Nemendur eru hvattir til að vinna í vefjum sínum heima á milli kennslustunda og hafa margir nýtt tímann afar vel og skilað af sér góðu verki.

Myndir frá vefsíðugerðinni

Hér má sjá vefi nemenda

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband