Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4.GÞ á Ásmundarsafn

03.02.2014
4.GÞ á Ásmundarsafn

Miðvikudaginn 29.janúar fór 4.GÞ í heimsókn á Ásmundarsafnið í Laugardal. Þar var einstaklega vel tekið á móti bekknum. Börnin fengu heilmikla fræðslu um listamanninn, hvenær hann var uppi svo og áhuga hans á að verða listamaður sem þótti nú sérstakt í gamla daga. Þau fengu að heyra um þrautseigju hans við að mennta sig bæði hér heima og erlendis og einstakan dugnað við að hanna og steypa listaverk og ekki má gleyma húsinu hans sem er ótrúlega sérstakt og skemmtilegt. Öll steypan var t.a.m. hrærð í gömlum tunnum og það hefur ekki verið lítið verk. Börnin fengu að skoða húsið í krók og kring. Í lokin voru listaverkin í garðinum umhverfis húsið skoðuð vel. Ferðin heppnaðist framúrskarandi vel og við höfðum öll bæði gagn og gaman af.

Sjá myndir frá heimsókninn á myndasíðu 4. GÞ

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband