Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreinsun skólalóðar

04.04.2014
Hreinsun skólalóðar

Nemendur í 1.bekk í skólanum fengu það hlutverk í vikunni að tína rusl á skólalóðinni, en öllum bekkjum skólans er úthlutuð ein vika í senn til að sinna tiltekt og yfir skólaárið er ákveðið skipulag sem kennarar fylgja eftir. Það er mikilvægt að allir nemendur finni að það sé á þeirra ábyrgð að halda skólalóðinni snyrtilegri svo okkur líði betur í leik í frímínútum. Eins hefur þetta jákvæð áhrif almennt, börnin líta almennt á það sem sjálfsagðan hlut að hafa fallegt í kringum sig. Þegar allir leggja sitt af mörkum og börn og foreldrar í hverfinu ganga vel um utan hefðbundins skólatíma, þá er ljóst að við komum alltaf að skólalóðinni eins og við viljum hafa hana. Eðlilega fýkur drasl yfir til okkar sem við viljum tína jafn óðum upp og eins hvetjum við íbúa í hverfinu til að gera slíkt hið sama í sínu nánasta umhverfi.

Í næstu viku fær 7.bekkur keflið og heldur áfram þar sem frá var horfið. Svo bætist við hreinsunarátak á Arnarneslæk, en það átak stendur einmitt yfir þessa dagana. Þá hreinsa nemendur skólans Arnarneslækinn ofan frá Reykjanesbraut og alla leið niður að sjó.

Sjá myndir af hreinsuninni á myndasíðu 1. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband