Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreyfimyndagerð í ensku í 6. bekk

07.04.2014
Hreyfimyndagerð í ensku í 6. bekk

Nemendur í enskuhópunum í 6. bekk völdu sér lag til að túlka í Stop motion mynd (hreyfimyndagerð). Krakkarnir unnu saman í tveggja til þriggja manna hópum og fékk hver hópur eina spjaldtölvu með Stop motion smáforritinu (sem er frítt í App store). Byrjað var á því að setja inn lagið sem þau höfðu valið. Næsta skref var síðan að túlka textann í mynd. Til þess máttu þau nota ýmsar leiðir, allt eftir því hvað hugarflugið bauð upp á. Einhverjir notuðu úrklippur, aðrir teiknuðu og skrifuðu orð og aðrir notuðu tússspjöld o.s.frv. Svona verkefni útheimtir mikla vinnu og nokkurn tíma. Þeir hópar sem komust lengst á þeim fjórum kennslustundum sem notaðar voru í verkefnið tóku rúmlega 400 myndir til að túlka stuttan hluta úr lagi. Nemendur unnu mjög vel saman og voru áhugasamir um verkefnið
Krakkarnir voru mjög spenntir að sýna afraksturinn í lokinn og sjá verkefnin hjá öðrum í enskuhópnum. . Þau voru svo heppinn að njóta aðstoðar bæði Sólrúnar Ársælsdóttur kennaranema sem var hjá okkur í þrjár vikur og kennaranna sinna í ensku.

Hér má nálgast sýnishorn af verkefnum nemenda og myndir frá vinnunni eru á myndasíðu 6. bekkja

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband