Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Boðsundkeppni grunnskólanna

11.04.2014
Boðsundkeppni grunnskólanna

Þriðjudaginn 8. apríl tóku 16 nemendur úr Hofsstaðaskóla þátt í Grunnskólamóti SSÍ í sundi í Laugardalslaug. Um boðsundkeppni var að ræða og var hver sveit skipuð átta nemendum, fjórum drengjum og fjórum stúlkum úr 5.-7.bekk. Synt var í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð og voru 17 lið skráð til keppni, þar af tvær sveitir frá Hofsstaðaskóla. Mikill áhugi var fyrir þessari keppni hjá okkar nemendum og þurfti undankeppni til að skera úr um hverjir kæmust með í keppnina. Mikil stemning myndaðist en um 350 manns voru á pöllunum þegar mest lét en Adolf Ingi Erlingsson var þulur og stjórnaði mannskapnum.

Okkar nemendur stóðu sig frábærlega og voru skólanum til sóma.

Sjá myndir 

Til baka
English
Hafðu samband