Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tæknin virkjuð við sundkennslu

11.04.2014
Tæknin virkjuð við sundkennslu

Í Hofsstaðaskóla er tæknin notuð í sundkennslunni. Sundkennari hefur tekið upp nemendur í sundi á ipod við að synda hin ýmsu sund. Svo fara nemendur og kennari og horfa á upptökuna saman og greina hvað nemendurnir eru að gera rangt eða rétt og vinna svo í því í næsta sundtíma ef þess þarf. Það sem er skoðað er hvort réttur taktur sé í sundinu, ökklar krepptir, lega,öndun o.fl.  Þetta hefur mælst vel fyrir hjá nemendum og hafa þeir tekið miklum framförum í sundi. Á döfinni er að prufa að vera með GO PRO myndavél og mynda þau í kafi og vinna með það.

Til baka
English
Hafðu samband