Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Europe-So many faces

29.04.2014
Europe-So many faces

Í ár tekur enskuhópur Önnu Magneu í 6. bekk þátt í Evrópusamstarfsverkefni (eTwinning) sem nefnist „Europe – So many faces“. Verkefnið byggir á tveimur meginþáttum; merkum stöðum í hverju landi og matreiðslu og matarmenningu landanna.

Á haustönn völdu nemendur 5 merka staði á Íslandi sem þeim fannst áhugaverðast að ferðamenn færu að skoða og unnu myndir af þeim sem settar voru inn í glærukynningu ásamt kynningartexta. 

Á vorönn var svo ráðist í gerð matreiðsluþátta þar sem valdar voru 5 uppskriftir af „þjóðlegum“ réttum til að matreiða. Hver hópur þýddi uppskriftina sína á ensku, gerði handrit og skipulag fyrir þáttinn. Nemendur voru stjórnendur þáttanna og sáu um upptökur og klippingu að mestu leiti. Þátturinn fór fram á ensku.

Hér má nálgast matreiðsluþættina:

Plokkfiskur

Súkkulaðikaka

Hjónabandssæla

Kjötsúpa

Lummur

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband