Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fuglar og umhverfi á listadögum

05.05.2014
Fuglar og umhverfi á listadögum

Á listadögum var Comeniusarverkefnið Little bird-little tale kynnt fyrir nemendum skólans. Nemendur í 7. bekk heimsóttu 5. bekkinga og fræddu þá um verkefnið og 4. bekkur kynnti það  fyrir 3. bekkingum. Nemendur í 6. bekk unnu ýmis verkefni undir yfirskrifinni fuglar og umhverfi.

Árganginum var skipt upp í 3 hópa sem allir unnu að mismunandi verkefnum. Einn hópurinn samdi sögur um fugla í Story Creator (smáforrit á spjaldtölvum). Annar hópur kynnti sér fugla sem eru við Vífilsstaðavatn og bjuggu m.a. til ýmis konar leiki í Bitsbord (smáforrit á spjaldtölvum). Þessir tveir hópar fóru síðan í vettvangsferð að Vífilsstaðavatni miðvikudaginn 30. apríl þar sem nemendur greindu og töldu alla fugla sem þeir sáu. Ferðin tókst afar vel og voru nemendur mjög virkir og áhugasamir og gengu um náttúruna af gætni og virðingu.

Þriðji hópurinn var tónlistarhópur sem undir stjórn gestakennaranna Þórdísar Heiðu og Hildar Guðnýjar unnu að því að setja upp tónverk. Í tónverkinu túlkuðu þau hina ýmsu fugla í náttúrunni og röppuðu um fugla. Föstudaginn 2. maí hélt tónlistarhópurinn glæsilega tónleika þar sem öllum nemendum skólans og foreldrum þátttakenda var boðið á sal til að hlýða á afrakstur vinnunnar.

Sjá myndir frá tónleikum

Sjá myndir frá fuglaskoðun

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband