Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokahátíð listadaga

05.05.2014
Lokahátíð listadaga

Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ hafa frá árinu 2003 verið haldnir á tveggja ára fresti. Þema listadaganna í ár var „Sagnalist“. Listadagarnir hófust á sumardaginn fyrsta og þeim lauk sunnudaginn 4. maí. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og bauðst bæjarbúum að heimsækja skóla í bænum og sjá það skapandi starf sem þar fer fram. 

Föstudaginn 2. maí var mikil listadagahátíð á Vífilsstaðatúni. Þangað héldu allir elstu nemendur leikskólanna ásamt grunnskólabörnum í Garðabæ. Boðið var upp á tónlist, atriði úr Hungurleikunum, sirkusatriði frá Sirkus Íslands og sameiginlegan söng. Starfsfólk og nemendur úr Hofsstaðaskóla fengu blá buff að gjöf frá Símanum til að einkenna hópinn og voru þau sett upp fyrir utan skólann áður en haldið var í rúturnar upp á Vífilsstaðatún.

Skoða myndir

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband