Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Umbun fyrir hreinsun Arnarneslækjar

06.05.2014
Umbun fyrir hreinsun Arnarneslækjar

Mánudaginn 5. maí fengu allir nemendur afhenda bolta fyrir þeirra framlag við að halda Arnarneslæknum hreinum, en í apríl var okkar árlega átak sem allir nemendur skólans tóku þátt í. Arnarneslækurinn hefur verið í fóstri nemenda Hofsstaðaskóla og hefur bærinn launað þeim það. Að þessu sinni voru keyptir boltar fyrir ágóðann, einn körfubolti og einn fótbolti fyrir hvern bekk.

Nemendur voru hvattir til að fara vel með boltana það sem eftir lifir af þessu skólaári, en umfram allt að nota þá og gæta að þeir glatist ekki svo hægt sé að nota þá áfram næsta haust.
Nú er sumarveður og því einsaklega gaman að fara út í frímínútur með nýju boltana.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband