Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

45 nýjar spjaldtölvur

12.05.2014
45 nýjar spjaldtölvur

Hofsstaðaskóli eignaðist nýverið 45 spjaldtölvur af gerðinni iPad til viðbótar við þær 37 sem til voru. Fyrirhugað er að hver árgangur hafi yfir að ráða u.þ.b. 12 tækjum sem þýðir að það verða tæplega sex nemendur um hvert tæki. Auk þess hafa sérkennarar tvö til þrjú tæki hver til ráðstöfunar.

iPad tækin nýtast mjög vel í skólastarfinu sem námstæki. Þau gefa okkur möguleika á að þróa betur hvernig hægt er að nýta forritin og snertitæknina til að efla námsgleði nemenda.
Spjaldtölvurnar eru kærkomin viðbót við þær borðtölvur og fartölvur sem skólinn hefur yfir að ráða. Að okkar mati er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að fjölbreyttum leiðum til að ná árangri í námi.

Þá verða tækin stundum nýtt öll í einu þar sem um er að ræða svokölluð 1 á 1 verkefni eða nemendur geta unnið í hópum með hvern Ipad í tengslum við ákveðin verkefni. Tækin verða einnig nýtt í tómstundaheimili skólans.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband