Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

14 nemendur Hofsstaðaskóla í vinnusmiðju Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG)

27.05.2014
14 nemendur Hofsstaðaskóla í vinnusmiðju Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG)

14 nemendur af þeim 39 sem þátt tóku í vinnusmiðju sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við Nýsköpunarkeppni grunnskólanna eru nemendur í Hofsstaðaskóla. Fjórir nemendur komust á verðlaunapall og óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Úrslitakeppni Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) fór fram í Háskólanum í Reykjavík sunnudaginn 25. maí. 1800 umsóknir bárust frá nemendum í 5. 6. og 7. bekk í 43 grunnskólum um allt land. Fulltrúar í matsferli keppninnar völdu þátttakendur út frá viðmiðum um raunsæi, hagnýti og nýnæmi.

39 nemendur af öllu landinu mættu í vinnusmiðju sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík dagana 21. og 22. maí sl. Hugmyndasmiðirnir fengu tækifæri til að gefa sköpunargáfu sinni lausan tauminn, þeir útfærðu hugmynd sína í það sem lýsir henni best, með smíðum, saumum, teikningum, forritum og framsöguþjálfun. Til leiðsagnar voru kennarar og nemendur HR, HÍ, fulltrúa frá SKEMA, FAFU og JCI á Íslandi.

Tilgangur keppninnar er að efla nýsköpunarstarf í grunnskólum og gera börnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og hvernig megi þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir. 

Myndir frá vinnusmíðju eru á myndasíðu skólans.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband