Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hofsstaðaskóli vinnur farandbikarinn til eignar öðru sinni í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG)

27.05.2014
Hofsstaðaskóli vinnur farandbikarinn til eignar öðru sinni í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG)

Nemendur í Hofsstaðaskóla sendu tæplega 800 umsóknir í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG). Í Hofsstaðaskóla eru nemendur í 5.-7. bekk rúmlega tvö hundruð. Þetta þýðir að hver nemandi sendi 3-4 umsóknir sem er ótrúlegur árangur. Hofsstaðaskóli vann farandbikarinn öðru sinni til eignar í ár fyrir hlutfallslega flestar innsendar hugmyndir í keppnina. Þetta er sjötta árið í röð sem Hofsstaðskóli hlýtur bikarinn og í annað sinn sem hann vinnur hann til eignar.

Við óskum Sædísi enn og aftur til hamingju með titilinn nýsköpunarkennari ársins, en hún hlaut þá viðurkenningu ásamt peningaverðlaunum. 

Myndir frá viðburðinum eru á myndasíðu skólans

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband