Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stuttmyndin Kristín tekin að hluta til í Hofsstaðaskóla

28.05.2014
Stuttmyndin Kristín tekin að hluta til í Hofsstaðaskóla

Í lok apríl fékk fyrrum nemandi skólans Einar Orri Pétursson afnot af einni álmu í skólanum og kennslustofu 6. GHS til að taka upp dramantísku stuttmyndina Kristín. Hann mætti ásamt tökuliði og leikurum til að taka upp nokkrar senur og gegndu nokkrir nemendur skólans hlutverki statista í myndinni.

Einar Orri er nemandi í Kvikmyndaskóla Ísland og er myndin Kristín lokaverkefni hans á 3. önn og hans stærsta verkefni í náminu til þessa. Einar Orri stefnir á útskrift um jólin 2014. 

Einar heimsótti skólann aftur nú í lok maí með myndina sína fullfrágengna í farteskinu og bauð nemendum í 6. GHS og 7. bekkjum skólans í bíó á sal skólans. Við erum stolt og ánægð með að hafa fengið að taka þátt i þessu glæsilega verkefni Einars þó aðkoma okkar hafi ekki verið stórvægileg. 

Til hamingju með flotta mynd Einar. Við óskum þér velfarnaðar í kvikmyndabransanum.

Á myndasíðu skólans eru nokkrar myndir frá tökudeginum

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband