Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samvinnuverkefni Smíði og Textíl

09.09.2014
Samvinnuverkefni Smíði og Textíl

Kennarar í smíði og textílmennt fóru nú í skólabyrjun í vettvangsferð með nemendur í 1.bekk. Tilefnið var samvinnuverkefni þessara greina. Í ferðinni klipptu og týndu nemendur greinar í nánasta umhverfi skólans. Nemendur unnu svo í framhaldinu verkefni úr þessum greinum, þræddu perlur upp á pípuhreinsara og bjuggu til orma sem hringuðu sig upp eftir trjágreinunum. Þegar vinnunni var lokið fóru nemendur sælir og glaður heim með orminn sinn. 

Kíkið á myndir af þessum duglega hópi á myndasíðu 1.bekkja

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband