Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann

10.09.2014
Göngum í skólannHofsstaðaskóli tekur þátt í Göngum í skólann, verkefni sem hefst miðvikudaginn 10. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október. Mælingar verða gerðar í skólanum yfir tveggja vikna tímabil, 15.-26.september. Annað og meira verður gert í tilefni átaksins og munu allir bekkir m.a. fá viðurkenningarskjöl að því loknu.
Við hvetjum alla til þess að taka þátt en aðalatriðið er að börnin ferðist með virkum hætti í og úr skólanum, ekki bara á meðan á átakinu stendur, heldur almennt. Virkur ferðamáti er að koma gangandi, hlaupandi, hjólandi, á hlaupabretti, línuskautum eða hjólaskautum.
Á heimasíðu Garðabæjar er að finna kort yfir stígakerfi sveitarfélagsins. Smellið hér til að sjá kortið.

Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar, að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu “gönguvænt” umhverfið er.
Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef þess www.gongumiskolann.is
Til baka
English
Hafðu samband