Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ný námsgrein í Hofsstaðaskóla?

25.09.2014
Ný námsgrein í Hofsstaðaskóla?

Núna í haust kom skákkennari í Hofsstaðaskóla hann kennir þriðja og fjórða bekk. Kennarinn heitir Siguringi og hefur verið í skák frá því hann var krakki. Hann er að kenna í mörgum skólum. Í skáktímunum eru krakkarnir stundum einn á móti einum og stundum átta á móti einum. Leikurinn heitir Köttur og mús og annar leikur sem hann kennir er fótbolta og körfuboltaleikur í skák. Skák byrjaði í Hofsstaðaskóla af því að Unnur tónmenntakennari var að eignast lítinn strák. Hann mun kenna þangað til að Unnur tónmenntakennari kemur aftur. Siguringi segir að hægt sé að kenna krökkum skák til að hjálpa við lestur og að muna. Skákin kemur í mörgum bíómyndum eins og Frozen, Merlin, Harry Potter og Ríó.

Krakkarnir sem skrifuðu þessa frétt heita, Alexander Waage Castillo, Benedikt Máni, Freysteinn Jóhann, Guðjón Fannar, Gunnar Breki, Harpa Lind, Hekla Rán, Ingunn Eva, Oliver Tumi og Stefanía Dís.

 

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband