Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 4. bekk skrifa fréttir

28.09.2014
Nemendur í 4. bekk skrifa fréttirÍ vetur eru nemendur í 4. bekk á námskeiði sem heitir Sögur og fréttir. Á námskeiðinu áforma þeir, eins og titillinn gefur til kynna, að skrifa sögur og fréttir sem birtar verða í fréttakerfi skólans eftir því sem að þær verða til. Fyrsta fréttin birtist fimmtudaginn 26. september en hana skrifuðu Alexander Waage, Benedikt Máni, Freysteinn Jóhann, Guðjón Fannar, Gunnar Breki, Harpa Lind, Hekla Rán, Ingunn Eva Oliver Tumi og Stefanía Dís. Fréttin þeirra fjallar um nýja námsgrein í skólanum. Byrjunin lofar greinilega góðu og bíðum við spennt eftir framhaldinu. Vonum að þið njótið.


Til baka
English
Hafðu samband