Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinnumorgun hjá 6. ÓP

02.10.2014
Vinnumorgun hjá 6. ÓP

Nemendur í 6. ÓP vöknuðu eldsnemma þriðjudaginn 30. september og voru mættir í skólann klukkan 7:20. Þaðan var ferðinni heitið í Húsdýragarðinn og þangað vorum við mætt um 7:45. Nemendur fóru þá í hópana sína og hreinsuðu undan dýrunum, þrifu, gáfu þeim að borða og gerðu allt klárt fyrir opnun í Húsdýragarðinum. Nemendur fengu svo fræðslu um þau dýr sem þeir sáu um og héldu svo stuttan fyrirlestur fyrir bekkjafélagana um hvað þau hefðu verið að gera. Nemendur léku sér svo í um hálftíma í vísindasafninu og skemmtu sér konunglega. Um klukkan 11:30 var svo haldið heim eftir mjög ánægjulegan og fræðandi dag.

Skoða myndir

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband