Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. BÓ skapandi í sköpun

06.10.2014
5. BÓ skapandi í sköpun

Nemendur í 5. BÓ fara í eina kennslustund á viku í sköpun. Þá er farið í ýmsa leiki og leiklistaræfingar. Markmiðið er m.a. að fá nemendur til að starfa í hópi og þjálfa samvinnu og efla sköpun. Föstudaginn 3. október fóru nemendur í leik þar sem hver hópur myndaði fjölskyldu og átti hún m.a. að búa til kyrrmynd þar sem fjölskyldan hefur stillt sér upp fyrir myndatöku. Einnig áttu fjölskyldurnar að búa til kyrrmynd þar sem allir voru sofandi. Í framhaldinu léku þau þegar fjölskyldan var að vakna.

Sjá fleiri myndir

Til baka
English
Hafðu samband