Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Meistari Kjarval í myndmennt

08.10.2014
Meistari Kjarval í myndmennt

Nú vekja fallegar myndir frá nemendum í 6. bekk athygli þeirra sem framhjá ganga í list- og verkgreinaálmu skólans á neðri hæð. Myndirnar eru afrakstur vinnu í myndmenntartímum 6. bekkja hjá Sólrúnu Guðbjörnsdóttur. Í 6. bekk er myndmenntin kennd í 11 vikna lotu. Á námskeiðinu byrja nemendur á andlitsmynd, sjálfsmynd þar sem unnið er með hlutföll, einnig er unnið með blýantsteikningar, málverk og unnið portret í leir. Lokaverkefnið er svo umfjöllun um meistara Kjarval og lætur Sólrún nemendur vinna myndir útfrá landslagsmyndum hans. Stefnt er að því að fara á Kjarvalsstaði í vetur til að fá verkin beint í æð en nemendur eru búnir að afla sér upplýsinga af netinu og skoða ýmis verk. Meðfylgjandi myndir eru sýnishorn af landsslagsmyndum nemenda sem nú eru að ljúka myndmenntalotunni sinni. 

Skoða myndirnar á myndasíðu 6. bekkja

 

 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband