Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. bekkir í Hellisgerði

10.10.2014
3. bekkir í Hellisgerði

Nemendur í 3. bekk fóru í Hellisgerði á þessum fallega októbermorgni. Það var lengi búið að bíða eftir degi þar sem veður var gott. Farið var með Strætó í Hafnarfjörðinn. Þegar í Hellisgerði var komið fóru krakkarnir að leika og skoða sig um. Svæðið er afskaplega skemmtilegt og býður upp á tækifæri til skemmtilegra leikja. Krakkarnir voru nýbúnir að sjá Ástarsögu úr fjöllunum í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og voru fljótir að sjá allskonar steinrunnin tröllsandlit í klettunum. Myndir úr ferðalaginu eru á myndasíðu 3. bekkja

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband