Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stattu með þér

10.10.2014
Stattu með þérAllir nemendur miðdeildar munu á morgun föstudag horfa á forvarnar og fræðslumyndina STATTU MEÐ ÞÉR. Myndinni er ætlað að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi. STATTU MEÐ ÞÉR er fyrsta fræðsluefni sinnar tegundar fyrir þennan aldurshóp og standa vonir til að kennarar og foreldrar nýti það til að efla 10-12 ára börn í að standa með sér gegn staðalímyndum og útlitsdýrkun og rækta sjálfsvirðingu í mannlegum samskiptum.
Myndin verður sýnd í Hofsstaðaskóla og eru foreldrar hvattir til að skoða myndina og ræða innihald hennar við börn sín. Á meðfylgjandi slóð getið þið nálgast myndina og skoðað þær kennsluleiðbeiningar sem fylgja myndbandinu. www.stattumeðþér.is
Til baka
English
Hafðu samband