Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sköpun og fjölbreytni í skólastarfi

14.10.2014
Sköpun og fjölbreytni í skólastarfiOktóbermánuður er mjög viðburðaríkur í Hofsstaðaskóla þar sem nemendur eru á ferð og flugi um allt höfuðborgarsvæðið í menntunar- og menningarlegum tilgangi.
Nemendur í 3. og 4. bekk fóru á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu og hlýddu á Ástarsögu úr fjöllunum. 3. bekkur fór í haustferð í Hellisgerði á fallegum haustdegi. 5. bekkur heimsótti Landnámssýningu og Hönnunarsafnið og 6. bekkur tók þátt í vinnumorgni í Húsdýragarðinum. 7. bekkur fór í árlega náttúru- og útilífsferð að Vífilstaðavatni þar sem sérfræðingur tók á móti þeim og aðstoðaði þá við sýnatöku að því loknu rannsökuðu nemendur sýnin enn frekar.
Auk þessa koma Einar Mikael og Eyrún Anna töframenn í heimskókn og Íþróttaálfurinn leikur listir sínar fyrir nemendur. Lionsklúbburinn Eik fræðir nemendur í 2. bekk um brunavarnir og færir þeim litabók að gjöf.
Í lok mánaðarins eru svo hinir sívinsælu HS leikar þar sem nemendur skólans vinna saman í litlum hópum þvert á aldur.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband