Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur gegn einelti

05.11.2014
Dagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn verður nú haldinn hátíðlegur í fjórða sinn. Markmiðið með deginum er að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er. Þar sem daginn ber upp á laugardegi að þessu sinni hafa kennarar í Hofsstaðaskóla verið hvattir til að nýta mánudaginn 10. nóvember í umræður og verkefni sem efla jákvæð samskipti og vináttu. 

Í tengslum við baráttudaginn 2011 undirituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana þjóðarsáttmála gegn einelti og lýstu þar með vilja sinum til að leggja þessu málefni lið. Sáttmálinn er því grunnur að frekari vinnu þeirra sem undirrituðu hann í Höfða 2011. Hvatt er eindregið til þess að sem flestir undirriti sáttmálann og sýni þar með hug sinn í verki. Nálgast má sáttmálann og frekari upplýsingar á síðunni Gegn einelti

Hér má nálgast myndband sem íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur gert til þess að vekja athygli á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum.

Til baka
English
Hafðu samband