Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jákvæð samskipti

20.11.2014
Jákvæð samskipti

8. nóvember ár hvert er tileinkaður baráttunnigegn einelti. Þar sem daginn bar upp á laugardag að þessu sinni var ákveðið að nota mánudaginn 10. nóvember til að minnast hans hér í skólanum. Ýmis konar vinna fór fram í hverjum árgangi fyrir sig þar sem kennarar vöktu nemendur til umhugsunar um málefnið og einblíndu á jákvæð samskipti og vináttu. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni sem sjá má á meðfylgjandi myndum.
Forvarnir gegn einelti eru taldar skila hvað bestum árangri í baráttunni við einelti. Samtakamáttur barnanna sjálfra, foreldra og skóla skiptir hér mestu máli. Við biðjum foreldra að leggja sitt af mörkum og minna börnin á að koma ávallt fram af virðingu og prúðmennsku. Ekkert réttlætir neikvæða framkomu og öll börn eiga rétt á að þeim líði vel í skólanum sínum.
Þá er gaman að segja frá því að vikuna 10.-14. nóvember var Norræna bókasafnavikan og í tilefni hennar var lesin sama sagan á öllum Norðurlöndunum. Það hitti svo skemmtilega á að bókin Skrímslaerjur var lesin fyrir nemendur í ár en hún hentar einmitt vel til að kveikja umræðu um jákvæð samskipti og vináttu. Þannig var hægt að tengja saman þessa tvo viðburði til að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. 

Sjá myndir

Til baka
English
Hafðu samband