Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemenda- og foreldrasamtöl

12.01.2015
Miðvikudaginn 14. janúar verða nemenda- og foreldrasamtöl í skólanum. Markmið samtalanna er að gefa nemendum og foreldrum tækifæri til þess að hitta umsjónarkennara og ræða saman um námið í heild sinni og líðan í skólanum. Aðrir kennarar en umsjónarkennarar eru einnig til viðtals í skólanum á sama tíma. Áður en samtölin fara fram er mikilvægt að skoða námsmatið og námsframvindu á mentor.is.
Óskilamunir verða settir á borð í miðrými skólans og eru foreldrar hvattir til að koma þar við.
Til baka
English
Hafðu samband