Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Saltkjöt og baunir í skólabúðum og öskudagsuppákoma

18.02.2015
Saltkjöt og baunir í skólabúðum og öskudagsuppákoma

Allt gengur vel í sveitasælunni hjá 7. bekk á Reykjum. Nokkuð var farið að hlána hjá þeim í gær og veðrið afar fallegt. Nemendur eru sælir og glaðir, allir ennþá frískir sem er nú kraftaverk í flensutíð. Í gær, sprengidag fengu allir dýrindis saltkjöt og baunasúpu í hádeginu. Nemendur eru mjög ánægðir með matinn. Í miðvikudag skiptist hópurinn í tvennt, helmingur er í sveitaferð og hinn helmingurinn í leikfimi og sundi. Sundlaugin er algjörlega að slá í gegn og hópast þau saman þar í frítímanum seinni partinn. Að sjálfsögðu verður smá öskudagsuppákoma, kötturinn sleginn úr tunninni o.fl. 

Nemendur halda mikið hópinn og eru miklir félagar. Á kvöldin eftir kvöldvökuna fara nemendur gjarnan í einhverja skemmtilega og spennandi leiki. Í gærkvöldi var það "satt eða mana" en umsjónarkennarar fylgdust vel með að allt færi vel fram.

Allir voru komnir í ró upp úr 10 í gærkvöldi og flestir sofnaðir um 11. Í morgun steinlágu svo allir ennþá þegar ræst var klukkan 8. Sannkallaður draumahópur og hefur starfsfólkið á Reykjum haft orð á því hversu prúð og skemmtileg börnin eru.

Í kvöld er svo síðasta kvöldvakan en myndir sem okkur hafa borist frá Reykjum eru á myndasíðu 7. bekkjaTil baka
English
Hafðu samband