Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur skammta sér sjálfir í matsal

12.03.2015
Nemendur skammta sér sjálfir í matsalKrakkarnir í námskeiðinu Sögur og fréttir töluðu við Margréti skólastjóra og Rúnar húsvörð. Þau vildu vita hvernig gengi núna þegar nemendur skammta sér sjálfir mat. Margrét segir að núna fari minni matur í ruslið og engir aðrir skólar í Garðabæ eru með þetta svona að krakkarnir skammta sér sjálfir. Rúnar segir að það sé töluvert ódýrara núna þegar krakkarnir skammta sér sjálfir. Margrét segir að það eigi eftir að koma betur í ljós hversu mikið skólinn sparar. Það fer minna af mat í ruslið. Krakkarnir í 1.bekk standa sig vel en þau þurfa smá hjálp með súpuna. Krakkarnir eru miklu fljótari að skammta sér sjálf og þá geta þau eytt meiri tíma í að borða. Krakkarnir standa styttri tíma í röð. Fleiri myndir eru á myndasíðu skólans

Þessa frétt skrifuðu krakkarnir í 4. bekk.
4. ÁS: Elísabet, Snædís, Aaron og Reynir. í 4. ÓHG: Atli, Dagur og Baldur og 4.KÓ: Hannes, Hulda, Jón Kristinn og Kamilla og Tara Sól.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband