Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsta sæti í Stóru upplestrarkeppninni

19.03.2015
Fyrsta sæti í Stóru upplestrarkeppninni

Guðrún Margrét í Bjarnadóttir í 7. HBS Hofsstaðaskóla varð í fyrsta sæti á héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fór miðvikudaginn 18. mars. Tólf nemendur kepptu, tveir úr hverjum grunnskóla í Garðabæ ásamt nemendum úr Grunnskólanum á Seltjarnarnesi.

Við óskum Guðrúnu Margréti innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Auk hennar keppti Rakel Marín Konráðsdóttir fyrir hönd Hofsstaðaskóla og stóð hún sig einnig mjög vel.

Guðrún Margrét Bjarnadóttir er fyrir miðju á myndinni. Í öðru sæti varð Gígja Hafsteinsdóttir úr Sjálandsskóla og í þriðja sæti Gunnlaugur Snævar Gunnlaugsson úr Vífilsskóla.

Til baka
English
Hafðu samband