Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðbygging komin vel á veg

10.04.2015
Viðbygging komin vel á veg

Viðbygging við Hofsstaðaskóla er komin vel á veg. Um er að ræða 1100 fm byggingu á tveimur hæðum. Á neðri hæð verða list- og verkgreinastofur og skrifstofur og önnur aðstaða starfsmanna á efri hæð.
Skólinn var á sínum tíma byggður fyrir 300 nemendur og 30 starfsmenn, en áætlað er að nemendur verði 470 talsins næsta skólaár og starfsmenn 70. Bekkjarstofum fjölgar um fjórar. Byggingin verður tilbúin 1. ágúst og erum við full tilhlökkunar að flytja inn í nýja húsið. Föstudaginn 10. apríl fylgdi Rúnar húsvörður og Margrét skólastjóri bæjarstjóra, ásamt fríðu föruneyti starfsmanna af bæjarskrifstofum, um skólann m.a. til að fara yfir framkvæmdirnar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá f.v. talið: Gunnar Einarsson bæjarstjóra, Margréti Harðardóttur skólastjóra, Margréti Björk Svavarsdóttur forstöðumann fræðslu- og menningarsviðs, Guðjón E. Friðriksson bæjarritara, Lúðvík Hjalta Jónsson fjármálastjóra, Eystein Haraldsson bæjarverkfræðing og Rúnar Viktorsson húsvörð.

Til baka
English
Hafðu samband