Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorboðar í heimsókn

11.04.2015
Vorboðar í heimsókn

Föstudaginn 10. apríl fengum við marga góða gesti í heimsókn. Þeirra á meðal voru fulltrúar frá Kiwanis klúbbnum sem komu færandi hendi. Líkt og fyrri ár færðu þeir 1. bekkingum í Hofsstaðaskóla hjálma að gjöf.Mikil eftirvænting ríkti hjá börnunum enda ekki á hverjum degi sem þau fá stóran og flottan pakka! Mikilvægt er að foreldrar aðstoði börnin sín við að stilla böndin í hjálmunum rétt og ekki má gleyma að merkja hjálmana sem eru allir eins á litinn. Af þessu tilefni ræddum við um mikilvægi þess að nota alltaf hjálm þegar farið er út að hjóla og auk þess að fara ávallt gætilega.

Sjá myndir á myndasíðu 1. bekkja

 

Til baka
English
Hafðu samband