Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Songs in real life

29.04.2015
Songs in real lifeNemendur í AMH enskuhópnum í 7. bekk unnu s.k. Songs in real life verkefni nú á vorönninni. Verkefni nemenda var að semja handrit að stuttri sögu sem gerast átti í skólanum. Nemendur þurftu að velja nokkra enska lagbúta og skeytta inn í söguþráðinn. Þeim var skipt í nokkra hópa og dreifðu hóparnir sér vítt og breytt um skólann meðan á upptökum stóð.

Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir í vinnunni og náðu tveir hópar að ljúka myndböndunum sínum fyrir árhátíð 7. bekkja og taka þátt í hæfileikakeppninni. Þess má geta að myndbandið Adelt sem þeir Arnór, Dagur, Eysteinn, Logi og Týr Fáfnir gerðu hlaut viðurkenningu sem skemmtilegast atriðið í hæfileikakeppninni. Nálgast má myndbönd nemenda á síðunni verk nemenda

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband