Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrstu skrefin í forritun

05.05.2015
Fyrstu skrefin í forritun

Nemendur í 1. bekkjum skólans fengu tækifæri til að stíga sín fyrstu skref í forritun nú á vorönninni. Markmiðið var að kynna fyrir nemendum grunnhugtökin í forritun, efla rökhugsun, æfa samvinnu og fá krakkana til að meta eigin vinnu. Smáforritið "Hlauptu Marco" (Run Marco) var sett inn á spjaldtölvur árgangsins og áttu nemendur að vinna tveir og tveir saman við að leysa þrautir á 10 mismunandi borðum. Þeir skiptust á að vera við stjórnvölinn og leystu hvert borð tvisvar sinnum og merktu við á þar til gerðu blaði hvernig gekk. Þannig fengu allir tækifæri til að spreyta sig.

Vinnan gekk mjög vel og voru nemendur nokkuð fljótir að átta sig, duglegir og áhugasamir. Áhuginn fór ekki á milli mála því allir nemendur í einum hópnum völdu að halda áfram að leysa þrautirnar í "Hlauptu Marco" í leiktíma sem þeir fengu eftir hádegi sama dag og kennslan fór fram. Vel gert 1. bekkur!

Krakkarnir voru svo heppnir að auk umsjónarkennara komu tveir kennaranemar Sverrir og Svanhvít að kennslunni auk Elísabet Benónýsdóttur kennsluráðgjaf í tölvu- og upplýsingatækni.

Myndir úr kennslunni má sjá á myndasíðum 1. bekkja:

1. GÞ

1. RJ

1. ÞÞ

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband