Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Unicef hreyfingin

07.05.2015
Unicef hreyfingin

Áhugasamir nemendur fræðast um þurfandi börn í Bangladesh og safna peningum fyrir þau


UNICEF- hreyfingin er fræðslu og fjáröflunarviðburður sem byggir á hollri hreyfingu og útivist. Nemendur í 5. – 7. bekk fengu fræðslu um líf barna í Bangladesh og söfnuðu áheitum fyrir hreyfinguna þriðjudaginn 5. maí þegar 200 nemendur hlupu, skokkuðu eða gengu göngustíginn kringum Arnarneslæk og fengu að launum einn límmiða í Apakverið sitt fyrir hverja 600 m. Mjög margir náðu að safna 12 miðum og fóru þar af leiðandi um 7,2 km. Aðrir fóru styttra og sumir lengra en allir tóku þátt og fengu góða hreyfingu í svölu vorloftinu.
Tvær stúlkur í 6. bekk gerðu enn betur og gengu í hús og söfnuðu fyrir börn í Bangladesh og komu með peningana í skólann sem verður skilað í söfnunarátakið á vegum UNICEF.

Fleiri myndir frá Unicef hreyfingunni eru komnar á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband