Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorboðinn ljúfi – vímuvarnarhlaup 2015

18.05.2015
Vorboðinn ljúfi – vímuvarnarhlaup 2015Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikil stemning í hinu árlega Vímuvarnarhlaupi sem fram fór þriðjudaginn 12. maí. Það er Lionsklúbburinn Eik sem stendur fyrir hlaupinu í 5. bekkjum grunnskóla Garðabæjar. Tilgangurinn er að vekja börnin til umhugsunar, gera þau meðvituð um ábyrgð á eigin lífi, velferð og hamingju. Daníel Laxdal, íþróttamaður Garðabæjar 2014 mætti á vegum Lionsklúbbsins Eikar og talaði við nemendur um heilbrigt líferni áður en hlaupið hófst.
Hvatningaborðar og söngvar settu mikinn svip á Vímuvarnarhlaupið en allir nemendur skólans mættu og hvöttu keppendur óspart. Þrjár stúlkur og þrír drengir voru í liðum 5. bekkja auk varamanna. Lið 5. BÓ vann keppnina að þessu sinni og fengu vinningahafar verðlaunapening og bekkurinn bikar til varðveislu í eitt ár. Auk þess fengu allir keppendur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
Fleiri myndir eru á myndasíðu 5. bekkja af stemningunni hjá þeim sem hvöttu hlauparana áfram.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband