Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókaverðlaun barnanna 2015

22.05.2015
Bókaverðlaun barnanna 2015

Árlega fer fram val á barnabók ársins. Valið er úr bókum sem komu út allt árið 2014, ein íslensk bók og ein þýdd bók, höfundur og þýðandi. Öllum börnum á aldrinum 6-13 ára gafst kostur á að taka þátt í valinu og þar með ákveða hvaða höfundur fékk bókaverðlaun barnanna árið 2015. Veggspjald með myndum af bókakápunum hékk uppi á skólabókasafninu og atkvæðaseðlar til að fylla út. Hægt var að skrá 3 bækur á atkvæðaseðilinn og var honum svo skilað til Bókasafns Garðabæjar sem safnaði öllum kjörseðlunum saman. Dregið var úr þeim seðlum sem skilað var inn og fengu nokkrir heppnir þátttakendur verðlaun. Heppnin var með þeim Natani í 4. bekk og Össuri í 5. bekk sem sjá má á meðfylgjandi mynd kampakáta með verðlaunin.

Þess má geta að bækurnar sem hlutu viðurkenningu barnanna voru:

Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson og Dagbók Kidda klaufa: kaldur vetur eftir Jeff Kinney í þýðingu Helga Jónssonar

 

 

Til baka
English
Hafðu samband