Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar

28.05.2015
Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar

Bókasafn Garðabæjar stendur að vanda fyrir sumarlestri. Skráning og afhending lestrardagbóka fer fram í bókasafninu 8. - 9. júní og stendur sumarlesturinn yfir frá 10. júní til 18. ágúst. Dreginn verður út einn lestrarhestur í hverri viku sem fær bók í verðlaun. Allir virkir þátttakendur fá límmiða í dagbókina sína og glaðning á lokahátíðinni sem verður 20. ágúst kl. 11:00. Við hvetjum alla nemendur Hofsstaðaskóla til að taka þátt og vonum að við sjáum sem flesta hljóta viðurkenningu á lokahátíðinni.

Markmiðið með sumarlestrinum er að hvetja grunnskólanemendur til lesturs í sumarfríi skólanna og viðhalda og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir veturinn. Lestur eflir málþroska, bætir orðaforða, eykur þekkingu, auðveldar nám og örvar ímyndunaraflið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á bókasafninu, í síma 525 8550 og á heimasíðu safnsins http://bokasafn.gardabaer.is

Tölvupóstur: bokasafn@gardabaer.is

Til baka
English
Hafðu samband